Við mælum með eftirfarandi grunnstillingum eftir að QGIS hefur verið sett upp í fyrsta sinn.
Þær þarf bara að gera einu sinni og haldast síðan óbreyttar.
Eftir uppsetningu opnast QGIS með íslensku viðmóti, sem er óheppilegt því mikilvægt er að kynnast enskum heitum til að geta gúglað upplýsingar eða fundið lausnir.
Veldu Valkostir -> Stillingar til að opna stillingaglugga og settu hakið í boxið og veldu síðan ensku í efri tungumálareitinn (ekki þann neðri).
Eftir breytingu þarf að endurræsa QGIS en rétt að klára hinar breytingarnar hér fyrir neðan fyrst.
Langmest af landupplýsingum á Íslandi er í hnitakerfinu ISN93 (EPSG:3057) og því heppilegt að vinna í því nema sérstök ástæða sé til annars.
Í sama stillingaglugga og áður þarf að velja þriðja flipa að ofan og stilla reitina eins og myndin sýnir - hér er viðmótið þegar komið á ensku.